Galdurinn bak við langlífið

Elstu tvíburar heims, Parísardömurnar Raymonde Saumade og Lucienne Grare, efast ekki um galdurinn á bak við langlífið. Að neyta góðra áfengra drykkja eins og viskís og pastís. Síðan skipti líka máli að borða góðan mat og eiga góða vini. Þær systur urðu 98 ára gamlar þann 23. september sl.

„Ég er hrifin af pastís þar sem ég er alltaf svo þyrst og pastis slær á þorstann. Þess vegna drekk ég það," segir Lucienne í viðtali við Sky fréttastofuna.

Í umfjöllun BBC kemur fram að einnig skipti miklu að vera í góðu formi en þær kepptu báðar í fimleikum á árum áður. Erfiðast hafi hins vegar verið þegar þær horfðu á eftir föður sínum fara að heiman til þess að berjast í fyrri heimstyrjöldinni.

Viðtal BBC við systurnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar