Starfsmaður á Heathrow-flugvelli hefur verið áminntur fyrir brot í starfi eftir að hann skoðaði samstarfsmann í líkamsskanna á flugvellinum. Skanninn er notaður til að leita að vopnum á farþegum á flugvellinum.
Starfsmaðurinn, sem er 25 ára gamall, var yfirheyrður eftir ummæli sem hann lét falla eftir að kona sem hann starfaði með hafði gengið óvart í gegnum skannann.
Útlínur fólks sjást vel þegar gengið er í gegnum skannann. Skannarnir voru teknir í notkun á flugvöllunum í Heathrow og Manchester eftir að tilraun var gerð til að sprengja upp flugvél á leið til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. Með skannanum sést hvort farþegar eru með vopn innan klæða. Notkun á þessum skanna hefur verið gagnrýnd.