Ljón réðist á ljónatemjarann

 Skelfing greip um sig á sirkussýningu í borginni Lviv í Úkraínu þegar ljón réðist á ljónatemjara. Bandarískur ferðamaður náði myndum af atburðinum.

Á myndskeiðinni sem Sky-fréttastofan sýndi sést ljón ráðast á Oleksie Pinko ljónatemjara. Hann fellur til jarðar og reynir í örvæntingu að koma sér út úr hringnum. Annað ljón stekkur til og ræðst líka á Pinko. Starfsmenn sirkusins reyna að verjast ljónunum með stöngum og vatnsslöngum. Um tíma lítur út fyrir að eitt ljón nái að komast yfir girðinguna sem er umhverfis hringinn og inn til áhorfenda.

Pinko var fluttur á sjúkrahús og er líðan hans sögð stöðug. Það var bandaríski ferðamaðurinn Doug Sheperd sem myndaði atburðinn. Hann var þar með konu sinni og tveimur börnum. Hann sagði í samtali við CBS News að sonur sinn hefði sagt við sig eftir á að hann vildi aldrei aftur fara í sirkus.

Myndskeiðið á Sky-news
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach