Fjölkvænismaður í Keníu, Ancentus Akuku, sem kvæntist alls 100 konum, lést í vikunni, á tíræðisaldri. Ancentus Akuku eignaðist nær 160 börn og fjölskylda hans var svo stór að hann reisti kirkju og skóla handa henni, að sögn ríkisútvarpsins í Keníu. Hann kvæntist fyrstu konunni árið 1939 og þeirri síðustu 1992. Hann mun hafa skilið við 30 konur, að sögn útvarpsins.