Kúreki festist í fatasöfnunargámi

Sauðárkrókur.
Sauðárkrókur.

Lögreglan á Sauðárkróki fékk óvenjulega beiðni um aðstoð snemma á sunnudagsmorgun. Þá hringdi maður í lögregluna og sagðist vera fastur í fatasöfnunargámi við skrifstofu Rauða krossins í bænum. Er gámurinn  sérhannaður til að taka við pokum sem innihalda fatagjafir til Rauða krossins.

Þegar lögreglan kom á vettvang var á staðnum fólk klætt sem kúrekar og indjánar.  Fólkið sagðist vera á heimleið eftir grímuball í bænum.

Lögreglan aðstoðaði manninn, sem reyndist vera klæddur eins og kúreki, við að komast úr gámnum sömu leið og hann fór inní hann, út um skúffuna fyrir fatapokana. 

„Það þarf varla að taka fram fólkið var ölvað og viðkomandi kúreki utanbæjarmaður," segir á heimasíðu lögreglunnar á Sauðárkróki. 

Vefur lögreglunnar á Sauðárkróki

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan