Íburðarmikil íbúð í París stóð óhreyfð í 70 ár, eða allt frá árinu 1940 þegar ung kona ákvað að yfirgefa hana og flytja til Suður-Frakklands.
Hún greiddi húsaleiguna samviskusamlega allt þar til hún lést nýlega, 91 árs gömul.
Þegar erfingjarnir fóru í gegnum eigur hennar uppgötvuðu þeir íbúðina yfirgefnu og í sumar var dyrum hennar lokið upp í fyrsta sinn í sjö áratugi.
Í íbúðinni, sem er í hjarta Parísar, rétt við óperuhúsið, var allt með kyrrum kjörum, og eins og skilið hafði verið við íbúðina fyrir utan þykkt ryklag og köngulóarvefi.
Ýmsir dýrgripir og listmunir voru í íbúðinni, þar á meðal málverk eftir ítalska málarann Giovanni Boldini, sem þegar hefur verið selt á um 200 milljónir íslenskra króna.
Engin skýring hefur fundist á því hvers vegna konan yfirgaf íbúðina með þessum hætti. Hún var þekkt sem frú de Florian og þótti heldur mikið upp á karlhöndina.