Í þáttunum um Simpsons fjölskylduna er fjallað um fjölskylduna, samfélag, menntun og trúarbrögð á þann hátt að fáar aðrar vinsælar teiknimyndaseríur gera það betur. Þetta er mat dagblaðs páfagarðs. Blaðið segir að Hómer og Bart Simpsons séu kaþólskir.
Greinin í blaðinu ber fyrirsögnina „Hómer og Bart eru kaþólskir“. Í greininni kemur fram að Hómer sé sannarlega ekki gallalaus. Hann hafi t.d. sofið í messu og truflað messuhald með hrotum. Blaðið telur hins vegar að aðrir hlutir í fari Hómers skipti meira máli.
„Simpsons-þættirnir eru meðal fárra sjónvarpsþátta fyrir börn þar sem kristintrú, trúarbrögð og spurningin um tilvist guðs er ítrekað tekin til umfjöllunar,“ segir í blaði Vatikansins.
Fjölskyldan „fer með borðbæn á sinn sérstaka hátt og hún trúir á líf eftir dauðann,“ segir í greininni.