Frönsk kona sem læknar höfðu lýst yfir að væri dáinn vaknaði til lífs nokkrum klukkutímum síðar. Synir konunnar neituðu að slökkva á öndunarvélinni eftir að hafa fengið úrskurð lækna.
Konan var að fara í krabbameinsaðgerð þegar hún leið út af. Hún var flutt á gjörgæslu og í öndunarvél. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að konan væri heiladauð og engin von um bata. Þeir tilkynntu sonum hennar þetta. Synir hennar voru ekki tilbúnir til að slökkva á öndunarvél og í framhaldinu var konan flutt á annað sjúkrahús. Þar var tekin sniðmynd af höfði hennar sem sýndi að hún var ekki heiladauð.
Um 14 klukkutímum eftir að konan hafði verið úrskurðuð látinn vaknaði hún. Ekkert amar að konunni. Hún sagði í viðtali að hún muni ekkert eftir sér eftir að hafa fundið fyrir flökurleika á sjúkrahúsinu.