Banna mínipils í borginni

Stutt pils eru af hinu illa telja sumir
Stutt pils eru af hinu illa telja sumir mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarstjórinn í ítalska strandbænum Castellammare di Stabia ætlar að leggja bann við því að konur klæðist mínipilsum til þess að tryggja almennt velsæmi.

Bæjarstjórinn, Luigi Bobbio, segir að með banninu verði hægt að endurreisa velsæmi í bænum og bæta líf bæjarbúa. Verður þeim sem brjóta bannið gert að greiða á milli 25-500 evrur í sekt vogi þeir sér að láta sjá sig í stuttum pilsum á almannafæri.

Vonast Bobbio til þess að með hertum reglum varðandi klæðaburð í bænum verði komið í veg fyrir að fólk gangi um í fatnaði eins og minípilsum og gallabuxum sem eru með strenginn neðarlega.

En hann ætlar ekki að láta þar við sitja þar sem hann vill láta banna fólki að fara í sólblað og spila fótbolta á opinberum stöðum. Eins verður bann lagt við guðlasti.

Bobbio, sem tilheyrir miðhægri flokknum Il Popolo della Libertà sem Silvio Berlusconi stofnaði, segir að með þessu vilji hann koma í veg fyrir að fólk hegði sér dónalega og ósiðlega.

Bobbio er ekki eini bæjarstjórinn á Ítalíu sem hefur skorið upp herör gegn „ósiðsamri hegðun" almennings en á sumum stöðum er bannað að byggja sandkastala, kyssast í bílum, gefa útigangsköttum  og svo mætti lengi telja, segir í frétt á Orangevefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir