Grunlaus hjón hædd og niðurlægð

Yfirvöld á Maldíveyjum er mikið í mun að verja ímynd …
Yfirvöld á Maldíveyjum er mikið í mun að verja ímynd landsins sem draumaáfangastaður nýgiftra hjóna.

Yfirmenn Vilu Reef hótelsins á Maldíveyjum hafa beðið hjón afsökunar á framferði starfsmanna sem stýrðu athöfn þar sem hjónin, sem voru að endurnýja hjúskaparheitin, áttu að vera blessuð. Vegna vankunnáttu parsins í tungumálinu sættu starfsmennirnir færis til að niðurlægja þau og blóta þeim í sand og ösku.

Hótelstjórnin segir að hegðun starfsmannanna sé óafsakanleg. Athöfnin fór fram við ströndina á fallegum degi. Í stað þess að fara fögrum orðum um parið og hjónabandið úthúðuðu starfsmennirnir þeim og gerðu gróft grín að þeim á dívehí, sem er opinbert tungumál á Maldíveyjum.

„Stjórnendur hótelsins eru miður sín vegna þessarar niðurlægingar,“ segir í yfirlýsingu frá hótelinu.

Myndbandið hefur nú verið birt á YouTube. Þar sjást menn hæðast að og móðga hjónin sem eru frá Sviss. Þau eru m.a. kölluð „svín“ og  „heiðingjar“.

Hjónin brosa allan tímann og hlýða fyrirskipunum starfsmannanna.

Athöfnin stóð yfir í 15 mínútur og kostaði parið um 150.000 kr. Hjónin skiptust á hringum áður en þau plöntuðu fræi kókoshnetutrésins.

Maldíveyjar njóta mikilla vinsælda sem ferðaparadís brúðarhjóna og treysta eyjaskeggjar mjög á tekjur ferðamanna.

Ahmed Shaheed, utanríkisráðherra landsins, hefur séð myndskeiðið. Hann segist vera yfir sig hneykslaður á framferði mannanna og hefur fyrirskipað rannsókn, enda sé mikið í húfi fyrir Maldíveyjar.

„Við biðjumst innilega afsökunar á þeim skaða og þeim alvarlegu eftirköstum sem þetta atvik getur valdið ferðaþjónustunni á Maldíveyjum og ímynd landsins, landsmanna og ríkisstjórnarinnar,“ segir í yfirlýsingu frá hótelinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir