Tugir breskra iPhone-eigenda sváfu yfir sig í morgun en hugbúnaðurinn í símunum gerði sér ekki grein fyrir því, að vetrartími tók gildi um helgina og klukkunni var seinkað um eina stund. Þeir sem ætluðu að láta símana vekja sig sváfu því svefni hinna réttlátu klukkustund lengur en til stóð.
„Gott hjá Apple," sagði einn reiður iPhone-eigandi á Twittervefnum. „Nú hefur ég ákveðið að treysta frekar á hefðbundna vekjaraklukku en iPhoninn minn."
„Þessi bjánalegi iPhone vekjari hringdi klukkutíma of seint. Frábær byrjun á vikunni," skrifaði annar.
Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple, sem framleiðir iPhone, hefur ekki tjáð sig um málið en fyrirtækið sagði í síðasta mánuði að verið væri að lagfæra hugbúnaðarvillu, sem kom í ljós þegar ástralskir iPhone-notendur lentu í svipuðum vandræðum. Þar hringdu símarnir hins vegar klukkutíma of snemma.