Seldu bréfið frá Bandaríkjaforseta

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, að störfum á skrifstofu sinni í …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, að störfum á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í Washington. Reuters

Hjón sem fengu hvatningarbréf frá Bandaríkjaforseta, eftir að hann hafði heyrt raunasögu þeirra, hafa selt bréfið fyrir 7.000 dali (um 775.000 kr.)

Barack Obama skrifaði Jennifer Cline bréf í desember sl. Þá var Cline sjálf búin að skrifa um þá erfiðleika sem hún og eiginmaður hennar stóðu frammi fyrir. Hún var þá orðin atvinnulaus og glímdi jafnframt við húðkrabbamein, að því er segir á vef BBC.

Cline segir að kaupmaður sem sérhæfir sig í kaupum og sölum á eiginhandaráritunum hafi keypt bréfið. Jason Cline, eiginmaður Jennifer, segir að féð muni duga þeim út veturinn, en þau eru búsett í Monroe í Michigan.

Kaupandinn Gary Zimet segir í samtali við Detroit News að hann hyggist selja bréfið, sem er þrjár blaðsíður, á 18.000 dali (tvær milljónir kr.)   

Í bréfinu segir Obama að skrif Cline hafi veitt sér innblástur, en hjónin tókust á við sín vandamál af æðruleysi. 

„Ég veit að það eru erfiðir tímar, en vitandi af fólki eins og þér og eiginmanni þínu þá fyllist ég bjartsýni á að ástandið muni breytast til batnaðar,“ segir Obama m.a. í bréfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar