Ekki líffræðilegur faðir vegna mistaka

Nýbakaða foreldrana grunaði að ekki væri allt með felldu þar …
Nýbakaða foreldrana grunaði að ekki væri allt með felldu þar sem barnið var af allt öðrum litarhætti en þau sjálf. Reuters

Pari í Singapúr brá heldur betur í brún þegar þeim var tjáð að nýfætt barn þeirra væri í blóðflokki B. Það væri ef til vill ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að  móðirin er í flokki O og faðirinn A. Faðirinn gekkst undir faðernispróf í kjölfarið og kom í ljós að barnið, sem var getið með hjálp tæknifrjóvgunar á einkareknu sjúkrahúsi í Singapúr, var ekki líffræðilega hans. Þessu greinir fréttastofan AFP frá í dag.

Nýbakaða foreldrana grunaði að ekki væri allt með felldu þar sem barnið var af allt öðrum litarhætti en þau sjálf, en móðirin er kínversk-ættuð og faðirinn af hvítum kynþætti. Að sögn lögfræðings parsins er þetta fyrsta mál sinnar tegundar í Singapúr.

Starfsfólk sjúkrahússins, the Thomson Fertility Centre, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir