Með mús í afturendanum

Hagamús.
Hagamús.

Starfs­menn á sjúkra­húsi í Suður-Karólínu í Banda­ríkj­un­um, urðu frek­ar undr­andi þegar þeir fengu til meðferðar inn­brotsþjóf í ann­ar­legu ástandi. Þegar maður­inn var skoðaður sást músar­skott standa út úr aft­ur­enda hans. 

Að sögn banda­rískra fjöl­miðla var lög­regl­an kölluð til eft­ir að maður­inn braust inn í hús í  Bernwood Circle og byrjaði þar að kasta hlut­um í all­ar átt­ir. Þegar lög­regla kom á staðinn var maður­inn klæðalaus og lét öll­um ill­um lát­um. Þurftu lög­reglu­menn að nota piparúða, raf­byssu og kylfu til að ráða niður­lög­um manns­ins  en hann sparkaði beit og sló.

Maður­inn var flutt­ur bund­inn og ólaður við bör­ur á sjúkra­hús þar sem músar­skottið upp­götvaðist. Rönt­gen­mynd­ir sýndu síðan, að heil mús var í endaþarmi manns­ins.  

Sam­kvæmt lög­reglu­skýrslu sagði maður­inn við lækna, að hann hefði ekki hug­mynd um hvað hefði komið fyr­ir hann, hvernig mús­in komst þar sem hún var og að hann hefði ráðist á lög­reglu­menn­ina.

Hann verður ákærður fyr­ir lík­ams­árás, inn­brot og ósiðlega fram­komu.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir