Með mús í afturendanum

Hagamús.
Hagamús.

Starfsmenn á sjúkrahúsi í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, urðu frekar undrandi þegar þeir fengu til meðferðar innbrotsþjóf í annarlegu ástandi. Þegar maðurinn var skoðaður sást músarskott standa út úr afturenda hans. 

Að sögn bandarískra fjölmiðla var lögreglan kölluð til eftir að maðurinn braust inn í hús í  Bernwood Circle og byrjaði þar að kasta hlutum í allar áttir. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn klæðalaus og lét öllum illum látum. Þurftu lögreglumenn að nota piparúða, rafbyssu og kylfu til að ráða niðurlögum mannsins  en hann sparkaði beit og sló.

Maðurinn var fluttur bundinn og ólaður við börur á sjúkrahús þar sem músarskottið uppgötvaðist. Röntgenmyndir sýndu síðan, að heil mús var í endaþarmi mannsins.  

Samkvæmt lögregluskýrslu sagði maðurinn við lækna, að hann hefði ekki hugmynd um hvað hefði komið fyrir hann, hvernig músin komst þar sem hún var og að hann hefði ráðist á lögreglumennina.

Hann verður ákærður fyrir líkamsárás, innbrot og ósiðlega framkomu.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka