Jón Gnarr, borgarstjóri, er ekki ánægður með rafbílinn, sem hann fékk til umráða þegar hann tók við embætti og olli nokkrum deilum.
„Þessi rafmagnsbíll er ekki alveg að ganga. Miðstöðin frekar slök og við Björn búnir að vera fárveikir. Svo sprakk á honum í fyrrakvöld og við þurftum að labba í HR eins og hálfvitar til að vígja viðbyggingu. Verð að finna einhverja aðra lausn," segir Jón á dagbókarsíðu sinni á Facebook-vefnum.