Saknar dekursins

George W. Bush.
George W. Bush. Reuters

George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist í dag ekki sakna margs úr Hvíta húsinu, en þó helst dekursins.

Bush er á ferð um Bandaríkin til að kynna nýja endurminningabók sína, Decision Points. Hann mætti á fund um 3000 ellilífeyrisþega á Flórída í dag og viðurkenndi, að hann sakaði þeirra þæginda sem fólust í því að geta flogið á milli staða í forsetaflugvélinni og þurfa aldrei að bíða á umferðarljósum í borgum. Hann sagðist þó sakna mest, að vera ekki lengur æðsti yfirmaður Bandaríkjahers.

Í The Villages samfélaginu, þar sem Bush hélt ræðu sína, eru margir fyrrverandi hermenn og flestir styðja Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum. Margir í hópnum veifuðu bandarískum fánum og voru með höfuðföt með merkjum úr hernum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup