Nýtt typpi í boði Berlusconi

Hér má sjá marmarastyttuna af
Hér má sjá marmarastyttuna af "Venusi og Mars" fyrir og eftir endurgerðina. Reuters

Rómversk stytta af guðinum Mars, sem prýðir skrifstofu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið gerð upp. Styttan skartar m.a. glænýju typpi og var það sett á samkvæmt sérstökum fyrirmælum forsætisráðherrans.

Marmarastyttan af Mars, stríðsguði Rómverja, og ástargyðjunni Venusi, var gerð á annarri öld eftir Krist. Viðgerðin kostaði 70.000 evrur (10,8 milljónir kr.) og voru hefðbundnar aðferðir við viðgerð slíkra forngripa ekki í heiðri hafðar, að sögn dagblaðsins La Repubblica.

Viðgerðin fór fram samkvæmt skýrum skipunum forsætisráðherrans, að sögn dagblaðsins. Auk þess að endurgera manndóm Mars var einnig bætt á hann hendi og Venus fékk líka nýja hendi. 

Typpi voru oft brotin af rómverskum styttum og þóttu þau eftirsóttir minjagripir. Einnig voru dæmi þess að styttur væru limlestar - í bókstaflegri merkingu - til að þær særðu síður sómakennd siðprúðra borgara.

Marmarastyttunni var komið fyrir í Chigi höll í Róm í …
Marmarastyttunni var komið fyrir í Chigi höll í Róm í febrúar síðastliðnum. Gert var við styttuna og settar á hendur sem vantaði og typpið umtalaða. Reuters
Marmarastyttan af
Marmarastyttan af "Venusi og Mars" var til sýnis í Chigi höllinni í Róm í dag. Styttan fannst 1918 og þá vantaði ýmsa líkamsparta á rómversku guðina. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir