Nýtt typpi í boði Berlusconi

Hér má sjá marmarastyttuna af
Hér má sjá marmarastyttuna af "Venusi og Mars" fyrir og eftir endurgerðina. Reuters

Róm­versk stytta af guðinum Mars, sem prýðir skrif­stofu Sil­vio Berlusconi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, hef­ur verið gerð upp. Stytt­an skart­ar m.a. glæ­nýju typpi og var það sett á sam­kvæmt sér­stök­um fyr­ir­mæl­um for­sæt­is­ráðherr­ans.

Marm­ara­stytt­an af Mars, stríðsguði Róm­verja, og ástargyðjunni Ven­usi, var gerð á ann­arri öld eft­ir Krist. Viðgerðin kostaði 70.000 evr­ur (10,8 millj­ón­ir kr.) og voru hefðbundn­ar aðferðir við viðgerð slíkra forn­gripa ekki í heiðri hafðar, að sögn dag­blaðsins La Repubblica.

Viðgerðin fór fram sam­kvæmt skýr­um skip­un­um for­sæt­is­ráðherr­ans, að sögn dag­blaðsins. Auk þess að end­ur­gera mann­dóm Mars var einnig bætt á hann hendi og Ven­us fékk líka nýja hendi. 

Typpi voru oft brot­in af róm­versk­um stytt­um og þóttu þau eft­ir­sótt­ir minja­grip­ir. Einnig voru dæmi þess að stytt­ur væru lim­lest­ar - í bók­staf­legri merk­ingu - til að þær særðu síður sóma­kennd siðprúðra borg­ara.

Marmarastyttunni var komið fyrir í Chigi höll í Róm í …
Marm­ara­stytt­unni var komið fyr­ir í Chigi höll í Róm í fe­brú­ar síðastliðnum. Gert var við stytt­una og sett­ar á hend­ur sem vantaði og typpið um­talaða. Reu­ters
Marmarastyttan af
Marm­ara­stytt­an af "Ven­usi og Mars" var til sýn­is í Chigi höll­inni í Róm í dag. Stytt­an fannst 1918 og þá vantaði ýmsa lík­ams­parta á róm­versku guðina. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir