Sósíalísk fullnæging reitir stjórnmálamenn til reiði

Spænskir stjórnmálamenn hafa harðlega gagnrýnt auglýsingu sem ungir sósíalistar í Katalóníu hafa sent frá sér fyrir komandi heimastjórnarkosningar. Í henni sést kona fá fullnægingu við það eitt að greiða sósíalistum atkvæði á kjörstað.

Gagnrýnin kemur bæði frá sósíalistum og stjórnmálamönnum úr röðum stjórnarandstöðunnar.

Ráðherra jafnréttismála segir að auglýsingin sé blekkjandi, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Í henni sést ung kona æsast kynferðislega á kjörstað við það að greiða Sósíalistaflokknum atkvæði í heimastjórnarkosningar í Katalóníu, sem fara fram í þessum mánuði. 

Í lok auglýsingarinnar, þegar konan er búin að setja atkvæði sitt í kjörkassann, kemur texti þar sem segir: „Það er unaður að kjósa“.

Alicia Sanchez-Camacho, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Partido Popular, segir að myndbandið sé árás á reisn og virðuleika kvenna.

Heilbrigðisráðherrann Leira Pajin, sem er í Sósíalistaflokknum, hefur hvatt alla flokka til að sýna konum tilheyrandi virðingu og haga sér á ábyrgan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir