Einstaklingar sem hafa óskað eftir því að heimili þeirra séu ekki sýnileg í götuútsýni Google (e. Street View) hafa orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum í Þýskalandi. Fram kemur í fjölmiðlum að eggjum hafi verið kastað í hús í borginni Essen og miðar festir á húsin sem á stendur: „Google er svalt“.
Öll húsin eiga það sameiginlegt að hafa verið máð út í götuútsýni Google, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins.
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gagnrýnt þessa hegðun. „Við virðum rétt fólks til að láta fjárlægja heimili sín úr Street View, og okkur þykir þessi hegðun algjörlega óviðunandi,“ segir talsmaður Google. Tilvikin sé um ræði séu ekki mörg.
Að sögn Google hefur götuútsýnið slegið í gegn í Þýskalandi, en henni var hleypt af stokkunum í þessum mánuði.
Ríkisstjórn Þýskalands tók hart á málinu og fyrirskipaði að Þjóðverjum gæfist kostur á að láta fjarlægja heimili sín áður en þjónustan yrði virk á netinu.
Um 250.000 Þjóðverjar hafa óskað eftir því að Google mái út myndir af sínum heimilum.