Lifði á kartöflum einum saman

Kartöflur eru víst næringarríkar segir Chris Voigt.
Kartöflur eru víst næringarríkar segir Chris Voigt. Júlíus Sigurjónsson

Bandarískur maður hefur undanfarna tvo mánuði eingöngu borðað kartöflur í öll mál, alls tuttugu stykki á dag. Missti hann rúm átta kíló og lækkaði matarreikning heimilisins í leiðinni.

Chris Voigt er framkvæmdastjóri kartöfluráðs Washington-ríkis í Bandaríkjunum og vildi hann hrekja þá staðaímynd að kartöflur væru óhollar. Væru þær þvert á móti góð uppspretta trefja, kalíums og C-vítamíns. Breska fréttastofan BBC segir frá þessu á vefsíðu sinni.

Í þeim tilgangi hefur hann borðað ekkert nema tuttugu kartöflur á dag án nokkurs meðlætis síðan 1. október. Hefur hann borðað þær bakaðar, skornar í flögur, soðnar, gufusoðnar, stappaðar og steiktar. Á þakkargjörðarhátíðinni á fimmtudag gæddi hann sér á stöppuðum kartöflum sem höfðu verið mótaðar í lögun kalkúns auk graskersböku úr stöppuðum kartöflum með viðbættu graskersbökubragði.

Gagnrýnendur höfðu varað Voigt við því að myndi léttast, tapa orku og að blóðsykur hans myndi rjúka upp vegna kolvetnanna í kartöflunum.

Sjáfir segist Voigt hafa misst rúmlega átta kíló á undanförnum tveimur mánuðum. Hátt kólesterólmagn í blóði hans hafi fallið og matarreikningur fjölskyldunnar hafi lækkað verulega því að hann geti nú fætt sjálfan sig á rúmlega 1.700 krónum á viku.

„Mér líður frábærlega líkamlega. Ég hef næga orku, ég sef vel á nóttunni og það eru engar undarlegar aukaverkanir. Ég er ekki að hvetja neinn til þess að byrja á þessu geggjaða mataræði og ekki læknirinn minn heldur. Þetta var bara djörf yfirlýsing til að minna fólk á að það er nóg af næringu í kartöflum. Læknirinn minn hefur áhuga að sjá hver niðurstaðan verður og hann grunaði að það yrði allt í sómanum hjá mér eftir þessa sextíu daga,“ sagði Voigt.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson