Líkkista Lee Harvey Oswald verður seld á uppboði eftir nokkrar vikur, samkvæmt frétt BBC. Oswald er talinn hafa skotið John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna til bana.
Tæp tuttugu ár eru liðin frá því líkamsleifar hans voru fjarlægðar úr kistunni en árið 1981 var lík hans grafið upp til þess að staðfesta að líkið í kistunni væri hann. Var hann síðan grafinn í annarri kistu í sama kirkjugarði og hann hvíldi í áður í Texas.
Oswald var handtekinn um klukkustund eftir að Kennedy var skotinn til bana í Dallas þann 22. nóvember árið 1963. Oswad var síðan skotinn til bana tveimur dögum síðar svo það var aldrei réttað yfir honum. Allt frá því hefur verið orðrómur uppi um að Oswald hafi aldrei framið morðið.