Berbrjósta konur valda usla

Þessar ungu konur frá Sádí-Arabíu vöktu athygli á brjóstakrabbameini í …
Þessar ungu konur frá Sádí-Arabíu vöktu athygli á brjóstakrabbameini í október án þess að fækka fötum. Myndin er úr safni. Reuters

Nýsjálenskt veftímarit hefur tekið upp hanskann fyrir herferð sem hvetur ungar konur til að taka myndir af sér berum að ofan og senda vefsíðunni sem síðan birtir þær í því skyni að vekja athygli fólks á brjóstakrabbameini.

Þrátt fyrir að málefnið sé gott hefur herferðin sem kallast „Ég státa af fögru pari“ eða  „I've got a lovely pair“ verið harðlega gagnrýnd. Vefsíðan umrædda er aðallega hugsuð fyrir konur og fjallar hún um tísku, verslun og matreiðslu. Vinsældir hennar hafa rokið upp á síðustu dögum eða allt frá því að síðan hóf að birta myndir af berbrjósta konum. Mikið álag á vefsíðunni á miðvikudag varð til þess að hún lá tímabundið niðri.

Fyrir hverjar 50 myndir sem berast lætur vefsíðan 750 bandaríkjadollara, eða 87 þúsund íslenskar krónur, af hendi rakna til krabbameinsrannsókna. Slagorðið „Sýndu brjóstin fyrir stelpurnar,“ er notað til að hvetja konur til að senda inn myndir.

Ritstjóri veftímaritsins, Tee Twyford, segist hafa fengið mjög góð viðbrögð frá þeim sem hafa greinst með sjúkdóminn, en herferðin er ekki á vegum neinna krabbameinssamtaka. Markmiðið með herferðinni er að fá konur til að tengjast brjóstunum sínum betur, sem eykur líkurnar á að heilsufarsvandamál uppgötvast fyrr en ella.

Vefsíða tímaritsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir