Stórmóðguð kona hringdi í neyðarlínu á Englandi og kvartaði yfir því að búið væri að stela snjókallinum utan við húsið hennar.
Lögreglunni í Kent var ekki skemmt enda hefur verið nóg að gera hjá henni vegna mikillar snjókomu á Bretlandseyjum síðustu daga. Lögreglan birti útskrift af samtali konunnar við neyðarlínuna til að vekja athygli á „gersamlega ábyrgðarlausum símtölum" sem þangað berast oft.
„Það hefur verið framinn þjófnaður við húsið mitt," sagði konan. „Ég fór út til að fá mér rettu og hann var horfinn. Ég bý ekki við sérlega fína götu en maður býst samt ekki við að einhver steli snjókallinum manns."