Berlusconi samur við sig

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. Reuters

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vígði nýja lestarstöð í Róm í dag og sagðist hann við athöfnina vera reiðubúinn að velja sjálfur kvenkyns starfsmenn nýrrar hraðlestar.

„Ef þið skiptið um skoðun og ákveðið að ráða þjónustustúlkur til starfa í hraðlestirnar, þá býð ég mig fram til að sjá um valið,“ sagði Berlusconi við opnun lestarstöðvarinnar Tiburtina í Róm. Ítalinn litríki var að gera að gamni sínu en hann er þekktur fyrir karlrembubrandara sína.

Í fyrra lét hann þau orð falla að hermenn þyrftu að passa „allar fallegu stelpur Ítalíu“ svo þeim yrði ekki nauðgað. Þá á hann að hafa ráðlagt konu að giftast ríkum manni, á borð við son sinn, þegar hún sagði honum frá ótryggu atvinnuástandi sínu.

 Þá gerði hann marga kjaftstopp með ræðu sem hann hélt í síðasta mánuði þar sem hann sagði meðal annars: „Það er betra að vera ástríðufullur gagnvart fallegum konum heldur en að vera samkynhneigður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir