„Yfirheyrsla án tára er ekki yfirheyrsla“

Lögreglumaður að störfum í Stokkhólmi. Mynd úr safni.
Lögreglumaður að störfum í Stokkhólmi. Mynd úr safni. Reuters

Lögreglumaður í Stokkhólmi í Svíþjóð verður áminntur fyrir agabrot í starfi fyrir að hafa skrifað mjög vafasamar færslur á Facebook síðuna sína, m.a. um starf sitt og yfirmenn, sem um 200 vinir hans gátu séð.

Lögreglumaðurinn, sem starfar á Västerort-stöðinni í vesturhluta borgarinnar, viðurkenndi m.a. að hafa drukkið Bacardi romm á stöðinni, sem lögreglan hafði lagt hald á. 

Þá kvartaði hann yfir því að fólk væri endalaust að sækja um nálgunarbann og gortaði sig af því að hafa fengið eldri konu til að játa brot sín við yfirheyrslu, en konan var sökuð um þjófnað. Skrifaði hann að „yfirheyrsla án tára er ekki yfirheyrsla“. Sænska blaðið Metro greinir frá þessu.

Þá greinir Metro frá því að lögreglumaðurinn hafi sagt þekktri poppstjörnu til syndanna auk þess sem hann hafi komið illa út úr mati er varðaði það hvernig hann tók á máli barns sem hann handtók fyrir búðahnupl. Sagði lögreglumaðurinn að hefði litið á matið slæma sem hrós. Þá lét í ljós skoðanir sínar á starfinu og yfirboðurum sínum.

Það var einn af Facebook-vinum lögreglumannsins sem lét vita af skrifum hans og eru örlög lögreglumannsins nú í höndum aganefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar