Batnandi manni er best að lifa

Þjófurinn greiddi rúmar 5.000 kr. fyrir hamarinn og þótti verslunareigandanum …
Þjófurinn greiddi rúmar 5.000 kr. fyrir hamarinn og þótti verslunareigandanum þjófurinn vera afar rausnarlegur. mbl.is/Þorkell

Þjófur sem stal hamri úr verslun í Pennsylvanínu fyrir mörgum áratugum hefur endurgreitt verslunareigandanum og beðist afsökunar á framferði sínu.

Handskrifað bréf fylgdi með peningaumslagi sem þjófurinn, sem greinir ekki frá nafni, sendi verslunareigandanum. Þar viðurkennir hann að hafa stolið hamrinum úr versluninni, sem er í Johnston, fyrir um 25-30 árum síðan. Þetta segir Lynne Gramling, sem er eigandi Central Contractors Supply ásamt föður sínum.

„Ég vissi að þetta var rangt, en ég gerði það nú samt. Meðfylgjandi eru 45 dala greiðsla fyrir hamarinn plús örlítið aukalega fyrir vexti,“ segir í bréfinu, sem er dagsett 6. desember sl. „Mér þykir leitt að ég hafi stolið honum, en ég hef snúið til betri vegar,“ segir ennfremur í bréfinu. 

Gramling segir að fjölskyldan hafi keypt fyrirtækið fyrir hálfri öld. Á þeim tíma hafi fjölmargir hlutir horfið sporlaust. Þetta sé hins vegar í fyrsta sinn sem einhver greiðir fyrir það sem hann stal.

Gramling segist hafa farið með féð í verslunarmiðstöð í nágrenninum þar sem faðir hennar starfar sem sjálfboðaliði fyrir Hjálpræðisherinn gefið þá til góðgerðarmála. Hún bætir því við að þjófurinn hafi verið mjög rausnarlegur og greitt meira en nemur verðmæti eins hamars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir