Ný tíska: Gufuböð fyrir leggöng

Lækningajurtir koma við sögu.
Lækningajurtir koma við sögu.

Ein­mitt þegar vöx­un var að detta úr tísku hef­ur nýj­ung á snyrti­markaðnum litið dags­ins ljós sem gæti reynst snyrti­stof­um mik­ill happa­feng­ur á kom­andi ári. Sér­stök gufu­böð fyr­ir leggöng, sem eiga sér suður-kór­esk­ar ræt­ur, eru þannig að ryðja sér til rúms í Banda­ríkj­un­um.

Fjallað er um málið á vef Los Ang­eles Times en þar seg­ir að alda­löng hefð sé fyr­ir gufu­böðum fyr­ir leggöng í Suður-Kór­eu.

Fara böðin þannig fram að kon­an sest á stól með gati á í miðjunni og streym­ir guf­an svo upp um gatið. Við það á lík­ami kon­unn­ar að hreins­ast og hún njóta auk­inn­ar frjó­semi í kjöl­farið. Á sér­stök jurta­blanda í vatn­inu að hjálpa til við hreins­una sem sögð er vinna á sýk­ing­um.

Aðferðin er vin­sæl í Suður-Kór­eu og eru kon­ur þar gjarn­an sagðar grípa til henn­ar við lok tíðahringja.

Verð á gufubaðinu er frá 20 döl­um fyr­ir skiptið en það fer upp í allt að 75 dali á fín­ustu stöðunum á Man­hatt­an, að því er Los Ang­eles Times grein­ir frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason