Ný tíska: Gufuböð fyrir leggöng

Lækningajurtir koma við sögu.
Lækningajurtir koma við sögu.

Einmitt þegar vöxun var að detta úr tísku hefur nýjung á snyrtimarkaðnum litið dagsins ljós sem gæti reynst snyrtistofum mikill happafengur á komandi ári. Sérstök gufuböð fyrir leggöng, sem eiga sér suður-kóreskar rætur, eru þannig að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum.

Fjallað er um málið á vef Los Angeles Times en þar segir að aldalöng hefð sé fyrir gufuböðum fyrir leggöng í Suður-Kóreu.

Fara böðin þannig fram að konan sest á stól með gati á í miðjunni og streymir gufan svo upp um gatið. Við það á líkami konunnar að hreinsast og hún njóta aukinnar frjósemi í kjölfarið. Á sérstök jurtablanda í vatninu að hjálpa til við hreinsuna sem sögð er vinna á sýkingum.

Aðferðin er vinsæl í Suður-Kóreu og eru konur þar gjarnan sagðar grípa til hennar við lok tíðahringja.

Verð á gufubaðinu er frá 20 dölum fyrir skiptið en það fer upp í allt að 75 dali á fínustu stöðunum á Manhattan, að því er Los Angeles Times greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir