Svíakóngur reiknaði vitlaust

Karl Gústaf 16. Svíakonungur.
Karl Gústaf 16. Svíakonungur.

Jólaávarp Karls Gústafs Svíakonungs hefur ekki fallið í kramið hjá öllum, en kóngurinn gerði sig sekan um reikna vitlaust þegar hann fjallaði um íbúafjölda jarðar.

 „Íbúar jarðarinnar verða þrisvar sinnum fleiri árið 2050 en þeir eru í dag. Hvernig á að útvega þessum fjölda mat, vatn og næga orku á sama tíma og við sköpum sjálfbært umhverfi?“ spurði Karl Gústaf í ávarpi sínu. 

Samkvæmt spá Sameinuðu þjóðanna verða íbúar jarðar 10 milljarðar árið 2050, en þeir eru rúmlega 6 milljarðar í dag. Kóngurinn fór því með rangt mál þegar hann sagði að íbúafjöldinn myndi þrefaldast á næstu 40 árum.

Talsmaður sænsku hirðarinnar viðurkennir mistökin en segir að konungurinn hafi mismælt sig. Hann segir í samtali við Aftonbladet, að kóngurinn hafi ætlað að segja að íbúar jarðar yrðu þá þrem milljörðum fleiri, en ekki þrisvar sinnum fleiri.


Aftonbladet segir í lok fréttar sinnar um málið að Karl Gústaf hafi ekki fengið góða einkunn í stærðfræði á prófi árið 1966.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar