Svíakóngur reiknaði vitlaust

Karl Gústaf 16. Svíakonungur.
Karl Gústaf 16. Svíakonungur.

Jólaávarp Karls Gústafs Svíakonungs hefur ekki fallið í kramið hjá öllum, en kóngurinn gerði sig sekan um reikna vitlaust þegar hann fjallaði um íbúafjölda jarðar.

 „Íbúar jarðarinnar verða þrisvar sinnum fleiri árið 2050 en þeir eru í dag. Hvernig á að útvega þessum fjölda mat, vatn og næga orku á sama tíma og við sköpum sjálfbært umhverfi?“ spurði Karl Gústaf í ávarpi sínu. 

Samkvæmt spá Sameinuðu þjóðanna verða íbúar jarðar 10 milljarðar árið 2050, en þeir eru rúmlega 6 milljarðar í dag. Kóngurinn fór því með rangt mál þegar hann sagði að íbúafjöldinn myndi þrefaldast á næstu 40 árum.

Talsmaður sænsku hirðarinnar viðurkennir mistökin en segir að konungurinn hafi mismælt sig. Hann segir í samtali við Aftonbladet, að kóngurinn hafi ætlað að segja að íbúar jarðar yrðu þá þrem milljörðum fleiri, en ekki þrisvar sinnum fleiri.


Aftonbladet segir í lok fréttar sinnar um málið að Karl Gústaf hafi ekki fengið góða einkunn í stærðfræði á prófi árið 1966.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach