Til í tuskið 110 ára

110 ára gamall karl í Malasíu, sem hefur verið á biðilsbuxunum, heldur að hann sé búinn að finna þá einu réttu. Ahmad Mohamad Isa, sem á 20 barnabörn og 40 barnabarnabörn, sagði í viðtali við dagblað í Malasíu í síðustu viku að hann vildi gjarna eignast konu sem gæti veitt honum félagsskap og hugsað um hann.

Fréttin vakti athygli 82 ára gamallar ekkju, Sanah Ahmad, en hún missti mann sinn fyrir þrjátíu árum. Ahmad bað börn sín, en hún er níu barna móðir, um að hafa samband við Isa sem þau gerðu.

„Það skiptir ekki máli hver hún er svo lengi sem hún getur eldað ofan í mig," segir Ahmad í viðtali í dag. Hefur dóttir hans tekið að sér samningaviðræður við fjölskyldu konunnar.

„Það er einmanalegt að búa einn og ég er hræddur við að sofa einn. Ef ég ætti eiginkonu þá gæti hún hugsað um mig, segir Ahmad í viðtalinu en hann hefur fimm sinnum áður verið kvæntur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir