Dó eftir nudd á hálsinn

Kona í Florida í Bandaríkjunum er talin hafa látist eftir að hafa notað nuddtæki á hálsinn á sér. Tækið komst í snertingu við hálsmeni sem konan var með sem leiddi til þess að hún missti meðvitund og lést.

Konan var 37 ára gömul og starfaði sem læknir. Atvikið átti sér stað stuttu eftir að hún hafði lokið að taka utan af gjöfum á jóladag. Hún ákvað að slaka á með því að nudda hálsinn með rafdrifnu nuddtæki. Tækið komst í tæri við hálsmen sem hún var með og leiddi það til þess að hún missti meðvitund. Þegar eiginmaður konunnar kom að henni hafði hann strax samband við neyðarlínuna. Hún var hins vegar úrskurðuð látin á sjúkrahúsi.

Í frétt á NYDailyNews.com kemur ekki fram hvers konar nuddtækið konan átti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup