„Einn dagur eftir af vikunni á þessum vitlausraspítala," skrifaði starfsmaður Volvo í Svíþjóð á Facebook-síðu sína þegar hann var í kaffipásu. Daginn eftir var hann hættur hjá Volvo.
Fram kemur á vef Dagens Nyheter, að maðurinn starfaði hjá Volvo í Skövde en fyrirtækið taldi, að þessi færsla sýndi, að talsvert skorti á trúmennskuna gagnvart fyrirtækinu.
Vísað er í frétt Gautaborgarpóstsins um að tveir aðrir starfsmenn Volvo Powertrain í Skövde hafi misst starfið eftir að hafa tjáð sig um fyrirtækið á Facebbook. Allir voru mennirnir ráðnir til starfa gegnum starfsmannaleigu.