Íhuga að banna stutt pils

Yfirvöld á Sri Lanka íhuga að banna konum að ganga …
Yfirvöld á Sri Lanka íhuga að banna konum að ganga í stuttum pilsum.

Yfirvöld á Sri Lanka íhuga að leggja bann við svokölluðum mínípilsum en þeim hafa borist fjölmargar kvartanir vegna kvenna sem klæðast pilsunum. Landsmenn eru flestir afar íhaldssamir og þykir þeim stuttu pilsin særa blygðunarkennd sína.

Nimal Rubasinghe, menningarmálaráðherra Sri Lanka, segir ákveðna hópa krefjast þess að efnislítil föt verði bönnuð á almannafæri. „Það hafa borist kvartanir víða frá vegna mínípilsa en við erum aðeins að skoða þær og engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar,“ segir Rubasinghe.

Nýlega fyrirskipuðu stjórnvöld á Sri Lanka að öll auglýsingaspjöld sem innihalda fáklæddar konur skyldu tekin niður. Þá stóðu þau fyrir herferð þar sem fólk var hvatt til að láta af áfengis- og sígarettunotkun.

Í fyrra var bandaríska söngvaranum Akon meinað að halda tónleika í landinu eftir að búddamunkar þar í landi mótmæltu fyrirhugaðri komu hans. Það gerðu þeir vegna þess að í einu tónlistarmyndbanda Akons mátti sjá konur í bikiníum dansa fyrir framan búddalíkneski.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar