Ekkert kynlíf á ströndinni

Boracay eyja.
Boracay eyja.

Yfirvöld á Filippseyjum íhuga að banna kynlíf á hinum frægu ströndum Boracay eyjar eftir að sjónvarpsupptökufólk myndaði tvö pör í innilegum atlotum þar aðfaranótt nýársdags.

Í myndskeiðinu má sjá annað parið stunda kynlíf á ströndinni en hitt í innilegum faðmlögum í sjónum og þar sést skýrt í brjóst konunnar. Starfsfólk sjónvarpsstöðvarinnar segir að myndskeiðin hafi verið tekin upp um kl. 2 að nóttu eftir stórt gamlárspartí sem haldið var á ströndinni.

„Við erum að íhuga að leggja bann við kynlífi á ströndinni svo aðrir ferðamenn móðgist ekki,“ segir borgarstjórinn. Þá væru íbúar Filippseyja viðkvæmir fyrir slíkum uppákomum enda afar trúuð þjóð. „Þetta er einangrað tilvik en það er erfitt að reyna að koma í veg fyrir svona, en hefði lögreglan staðið fólkið að verki hefði það verið handtekið fyrir að valda opinberri hneykslan.“

Filippeyska kvikmyndastjarnan Ruffa Gutierrez hefur látið hafa eftir sér að henni þyki hegðun fólksins ekki til fyrirmyndar, í raun sé hún ógeðsleg. Sjálf hafi hún dvalist á Boracay eyju yfir áramótin ásamt tveimur ungum börnum sínum. „Ég vil ekki að börnin mín stundi kynlíf á almannafæri þegar þau verða eldri. Það er einfaldlega ekki rétt.“

Á hverju ári laðar Boracay eyja til sín um 650 þúsund ferðamenn, um 22% þeirra sem heimsækja Filippseyjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir