Tugir dauðra starra, sem fundust í Rúmeníu, reyndust hafa drepist úr áfengiseitrun. Að sögn yfirdýralæknisembættis landsins virðast fuglarnir hafa komist í berjahrat í víngerð með þessum afleiðingum.
Fuglarnir fundust á laugardag í útjaðri bæjarins Constanta, 260 km austur af Búkarest. Íbúar bæjarins óttuðust að fuglarnir hefðu drepist af völdum fuglaflensu en eftir að hræin voru rannsökuð kom í ljós að svo var ekki.
Fréttir af fugladauða hafa borist frá nokkrum löndum, þar á meðal frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og Bretlandi.