Glæpamenn nefbrutu ofurhetju

Ofurhetjan Phoenix Jones.
Ofurhetjan Phoenix Jones.

Of­ur­hetj­an Phoen­ix Jo­nes var nef­brot­in um helg­ina þegar hún reyndi að stöðva slags­mál sem voru í upp­sigl­ingu. Jo­nes hef­ur vakið mikla at­hygli upp á síðkastið fyr­ir að sinna hlut­verki of­ur­hetju Seattle-borg­ar í Banda­ríkj­un­um, en of­ur­hetj­ur hafa hingað til ein­göngu átt heima í mynda­sög­um og kvik­mynd­um.

Tveir menn réðust á Jo­nes með áður­greind­um af­leiðing­um. „Þeir voru að þræta og við það að fara að slást,“ seg­ir Jo­nes. Hann blandaði sér í mál­in og reyndi að stöðva menn­ina.

Jo­nes sagði mönn­un­um að hann hefði hringt í neyðarlín­una og greip ann­an þeirra höfuðtaki. Þá dró hinn maður­inn upp byssu. „Hann hóf að sveifla hönd­um og byrjaði að slást við mig,“ seg­ir Jo­nes.

Phoen­ix Jo­nes geng­ur grímu­klædd­ur um stræti Seattle-borg­ar á kvöld­in og berst gegn glæp­um. Hann er klædd­ur í svart­an og gull­litaðan bún­ing og er gjarn­an með skikkju og hatt á höfði. Hann kveðst vera leiðtogi sér­stakr­ar of­ur­hetju-hreyf­ing­ar, sem nefn­ist „Of­ur­hetj­ur rign­ing­ar­borg­ar­inn­ar“ - sem er ein­mitt viður­nefni Seattle-borg­ar.

At­b­urðir helgar­inn­ar eru að sögn lög­reglu ein­mitt það sem hún hef­ur áhyggj­ur af þegar borg­ar­ar taka lög­in í sín­ar hend­ur. Jo­nes gef­ur lítið fyr­ir þær. Hann seg­ist ætíð hringja í lög­regl­una áður en hann fer út á kvöld­in og segi þeim hvert hann hygg­ist fara. Hann kveðst þjálfa sig sér­stak­lega fyr­ir hættu­leg­ar aðstæður eins og þær sem hann lenti í um helg­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því lengur á frest. Takturinn í daglega lífinu verður hraður í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því lengur á frest. Takturinn í daglega lífinu verður hraður í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka