Fangi sem var bitinn á viðkvæman stað höfðar mál

mbl.is/Sverrir

Dómari í New York hefur gefið leyfi fyrir því að maður, sem varð fyrir óþægilegri lífsreynslu í fangelsi, megi höfða mál á hendur embættismönnum í Nassau sýslu. Maðurinn heldur því fram að rotta hafi bitið sig í getnaðarliminn.

Peter Solomon segir að fangavörðunum hafi verið vel kunnugt um að rottur og mýs hafi verið í álmunni þar sem hann hafi verið vistaður. Þá segist hann hafa þurft að fá margar sprautar gegn hundaæði.

Solomon segir að vegna þess að hann sé þeldökkur hafi fangelsismálayfirvöld hafi af sér vanrækslu og misþyrmt sér. Breska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Lögmenn Nassau sýslu kröfðust frávísunar, m.a. á þeim grundvelli að sérfræðingar hafi ekki séð neina alvarlega áverka á manninum. Hann hafi ekki þurft sauma og að um andlegt áfall væri að ræða.

Solomon, sem barðist í Víetnamstríðinu og segist hafa þjáðst af áfallastreituröskun, var látinn dúsa í steininum í febrúar 2007 vegna ásakana um að hann hefði ógnað eiginkonu sinni.

Hann var fluttur á sjúkradeild vegna þess að menn óttuðust að hann ætti við geðræn vandamál að stríða.

Hann heldur því fram að rotta, eða annað nagdýr, hafi skriðið upp úr holu, sem hafi verið í rúmdýnunni, og bitið sig í liminn og í höndina með þeim afleiðingum að sér hafi blætt.

Solomon heldur því fram að yfirvöld hafi sýnt af sér skeytingarleysi og ekki veitt sér vernd gagnvart meindýrinu. Hann krefst skaðabóta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar