Teresa Scanlan, 17 ára píanóleikari frá smábæ í Nebraska, var krýnd Ungfú Ameríka í gær. Hún er 90. konan sem ber þann titil. Scanlan er yngst þeirra sem kjörnar hafa verið Ungfú Ameríka.
Aldur Scanlan vafðist auðheyrilega fyrir sumum dómaranna því nokkrir þeirra nefndu hann sérstaklega. „Ég verð að segja að ég efaðist um ágæti þess að 17 ára stúlka yrði Ungfú Ameríka, en þetta er 17 ára gömul kona sem er mjög vel að sér um málefni samtímans, um poppmenninguna, vel heima á sínu sviði,“ sagði Marc Cherry, höfundur sjónvarpsþáttanna um Aþrengdar eiginkonur.
Fröken Scanlan spilaði lagði Whitewater Chopsticks á píanó í hæfileikakeppni fegurðarsamkeppninnar. Hún var eini keppandinn af tíu í úrslitakeppninni sem lék á hljóðfæri.