Spádómskúnni Glætu, sem spáir fyrir um úrslit leikja Íslendinga í handbolta á vegum vefjarins vol.is, virðast hafa orðið mislagðar granir þegar hún spáði í leik Íslands og Noregs, sem fer fram á morgun.
Að sögn volverja hefur kýrin spáð rétt fyrir um fjóra fyrstu leiki Íslendinga á HM í Svíþjóð. Glæta notar svipaða aðferð og kolkrabbinn Páll, sem spáði fyrir um leiki Þjóðverja á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sl. sumar. Tveir fóðurdallar eru festir á vegg og annar merktur með íslenska fánanum og hinn með fána andstæðingana.
Í þetta skipti hélt Glæta beint að dallinum sem merktur var Noregi.