Selja gulltennur Churchills

Winston Churchill. Spurning hvort hann bíti í vindillinn með gulltönnunum …
Winston Churchill. Spurning hvort hann bíti í vindillinn með gulltönnunum góðu.

Gervitenn­ur Winst­ons Churchills, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, úr gulli seld­ust í dag á upp­boði fyr­ir sex­tán þúsund pund, and­virðir rétt rúm­lega þriggja millj­óna króna. Á hann að hafa flutt marg­ar af sín­um fræg­ustu ræðum með tenn­urn­ar í munn­in­um.

Churchill átti bæði við tann- og tal­vanda­mál að stríða frá unga aldri og áttu gull­tenn­urn­ar að draga úr smá­mæli for­sæt­is­ráðherr­ans fyrr­ver­andi þegar hann talaði op­in­ber­lega að sögn Bon­ham-upp­boðshúss­ins í Lund­ún­um.

„Fræg­ustu ræður for­sæt­is­ráðherr­ans gætu hafa verið flutt­ar með þess­um tönn­um. Mér finnst það vera frek­ar drauga­leg til­finn­ing,“ sagði Li­o­nel Will­is, sér­fræðing­ur Bon­hams.

„Þess­ar tenn­ur voru sér­stak­lega hannaðar af tann­lækn­in­um hans til þess að vera laus­ar vegna þess að Churchill var í vand­ræðum með tenn­urn­ar sín­ar frá æsku. Hann átti alltaf við tal­mein að stríða þannig að hann var alltaf aðeins smá­mælt­ur þegar hann talaði op­in­ber­lega. Tönn­un­um var ætlað að draga úr því.“

Annað sett af gervitönn­um Churchills seld­ist fyr­ir enn hærri upp­hæð þegar þær voru boðnar upp í júlí í fyrra. Þær tenn­ur seld­ust á 18.000 pund, rúm­lega 3,3 millj­ón­ir króna.

Churchill á einnig að hafa notað fölsku tenn­urn­ar til þess að fá út­rás fyr­ir pirr­ing sinn þegar seinni heims­styrj­öld­in gekk ekki sem skildi með því að spýta þeim út úr sér á drama­tísk­an hátt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir