Selja gulltennur Churchills

Winston Churchill. Spurning hvort hann bíti í vindillinn með gulltönnunum …
Winston Churchill. Spurning hvort hann bíti í vindillinn með gulltönnunum góðu.

Gervitennur Winstons Churchills, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, úr gulli seldust í dag á uppboði fyrir sextán þúsund pund, andvirðir rétt rúmlega þriggja milljóna króna. Á hann að hafa flutt margar af sínum frægustu ræðum með tennurnar í munninum.

Churchill átti bæði við tann- og talvandamál að stríða frá unga aldri og áttu gulltennurnar að draga úr smámæli forsætisráðherrans fyrrverandi þegar hann talaði opinberlega að sögn Bonham-uppboðshússins í Lundúnum.

„Frægustu ræður forsætisráðherrans gætu hafa verið fluttar með þessum tönnum. Mér finnst það vera frekar draugaleg tilfinning,“ sagði Lionel Willis, sérfræðingur Bonhams.

„Þessar tennur voru sérstaklega hannaðar af tannlækninum hans til þess að vera lausar vegna þess að Churchill var í vandræðum með tennurnar sínar frá æsku. Hann átti alltaf við talmein að stríða þannig að hann var alltaf aðeins smámæltur þegar hann talaði opinberlega. Tönnunum var ætlað að draga úr því.“

Annað sett af gervitönnum Churchills seldist fyrir enn hærri upphæð þegar þær voru boðnar upp í júlí í fyrra. Þær tennur seldust á 18.000 pund, rúmlega 3,3 milljónir króna.

Churchill á einnig að hafa notað fölsku tennurnar til þess að fá útrás fyrir pirring sinn þegar seinni heimsstyrjöldin gekk ekki sem skildi með því að spýta þeim út úr sér á dramatískan hátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar