Dul­ar­full hljóð heyr­ast nú úr maga krókó­díls­ins Genu, sem býr í dýrag­arði í Dnipropetrovsk í Úkraínu. Krókó­díll­inn gleypti nefni­lega farsíma, sem gest­ur í garðinum missti þegar hann var að reyna að taka mynd­ir af Genu.

Starfs­fólk dýrag­arðsins hef­ur áhyggj­ur af krókó­díln­um því hann hef­ur lítið sem ekk­ert étið eft­ir að hann gleypti sím­ann í des­em­ber og synd­ir mun minna en áður.

Starfs­fólkið vildi ekki trúa konu, sem sagðist hafa séð á eft­ir sím­an­um upp í ginið á krókó­díln­um þar til hring­ing­ar heyrðust úr maga dýrs­ins. 

Yf­ir­dýra­lækn­ir dýrag­arðsins seg­ir, að rönt­gen­mynd­ir verði tekn­ar af Genu í næstu viku og hugs­an­lega þurfi að skera dýrið upp. 

Eig­andi sím­ans seg­ist gjarn­an vilja end­ur­heimta hann vegna þess að í hon­um séu síma­núm­er og mynd­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir