Rottan í Downing-stræti

Kötturinn Humphrey sem áður gengdi stöðu yfirmúsaveiðara bresku ríkisstjórnarinnar.
Kötturinn Humphrey sem áður gengdi stöðu yfirmúsaveiðara bresku ríkisstjórnarinnar.

Ný ógn steðjar nú að æðsta valdamanni Breta en rotta sást á tröppum Downing-strætis 10, heimilis forsætisráðherra landsins. Þrátt fyrir það hefur breska ríkisstjórnin engin áform um að ráða nýjan kött til starfa til að útrýma rottufaraldrinum.

Sást rottan í fréttatímum tveggja sjónvarpsstöðva þar sem hún skaust um fyrir utan hinar frægu svörtu dyr Downing-strætis 10. Fengu stöðvarnar í kjölfarið aragrúa af tölvupóstum, skilaboðum og Twitter-færslum.

Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld að engin áform séu um að finna nýjan kött til að bregðast við þessari plágu. Leiða menn líkum að því að vegna niðurskurðar ríkisstjórnarinnar séu ekki lengur til neinir peningar fyrir kattasandi eða niðursoðnum kattamat.

Kettir eiga sér ríka sögu í Downing-stræti og hafa sumir þeirra komist á launaskrá ríkisins og hlotið heiðurstitilinn yfirmúsaveiðari skrifstofu ríkisstjórnarinnar.

Downing-stræti hefur verið kattlaust frá því að Sybil, sem flutti inn með fjármálaráðherranum Alistair Darling árið 2007. Hann sneri hins vegar aftur til Edinborgar hálfu ári síðar þar sem hann hafði ekki náð að aðlagast aðstæðum í miðborg Lundúna sem skildi.

Sybil var fyrsti kötturinn sem bjó í götunni frá því að hinn goðsagnarkenndi Humphrey flutti þangað inn á valdatíma Margaretar Thatcher og reyndist langlífari þar en John Mayor. 

Tony Blair sendi Humphrey hins vegar á eftirlaun árið 1997 en samkvæmt orðrómum var það eiginkona hans Cherie sem krafðist brottvikningar hans.

Humphrey var á launaskrá og fékk 100 pund, andvirði tæplega 19 þúsund íslenskra króna, á ári af fjárlögum skrifstofu ríkisstjórnarinnar.

Í 120 blaðsíðna skýrslu um hann sem starfsmann ríkisins sagði: „Hann er vinnualki sem eyðir öllum sínum tíma á skrifstofunni. Hann er með hreint sakarvottorð, er ekki mjög félagslyndur né fer hann í mörg samkvæmi og hann hefur aldrei verið viðriðinn nokkurs konar kynlífs- eða eiturlyfjahneyksli svo vitað sé.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir