Sköpunarsinni fær bætur

Gaskell sagði þróunarkenninguna fulla af göllum en væri samt samræmanleg …
Gaskell sagði þróunarkenninguna fulla af göllum en væri samt samræmanleg biblíunni.

Bandarískur háskóli gerði á dögunum sátt við stjörnufræðing sem fór í mál við skólann vegna þess að hann taldi skólayfirvöld hafa hafnað umsókn hans um starf forstöðumanns nýrrar rannsóknarstofu á trúarlegum forsendum. Hafði maðurinn lýst yfir efasemdum sínum um þróunarkenninguna og hvatti nemendur sína til að kynna sér rök sköpunarsinna.

Háskólinn í Kentucky-fylki féllst á að greiða stjörnufræðingnum Martin Gaskell 125 þúsund dali í sátt utan dómstóla. Er það andvirði rúmlega 14,5 milljóna íslenskra króna. Viðurkenndu skólayfirvöld að skoðanir Gaskells um þróunarkenninguna hafi verið ein ástæða þess að þau tóku annan frambjóðanda fram yfir Gaskell en það hafi hins vegar verið lögmæt vísindaleg ástæða.

Hafði Gaskell haldið fyrirlestra hjá hópum trúaðra háskólanema víðsvegar um landið þar sem hann sagði að hann ætti í engum erfiðleikum með að samræma biblíuna við þróunarkenninguna en það væru hins vegar meiriháttar gallar á kenningunni. Þá mælti hann með við nemendurna að þeir læsu sér til í verkum gagnrýnenda þróunarkenningarinnar í hópi sköpunarsinna.

Gaskell kærði skólann í júlí 2009 á þeim forsendum að hann hafi ekki verið ráðinn vegna trúarskoðana sinna og tjáningu sinnar á þeim skoðunum og bryti það í bága við mannréttindalög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar