Fékk ekki að horfa á handboltann

Lars Christiansen, leikmaður Dana í handbolta, harmar tapið fyrir Frökkum.
Lars Christiansen, leikmaður Dana í handbolta, harmar tapið fyrir Frökkum. Reuters

Maður nokkur í Fredriksberg í Kaupmannahöfn hringdi í gær í lögregluna og kvartaði yfir því að eiginkonan vildi ekki leyfa honum að horfa á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handknattleik í friði. Danir öttu þar kappi við Frakka.

Fréttavefur Berlingske hefur þetta eftir vaktstjóra lögreglunnar í Kaupmannahöfn. 

„Rétt áður en úrslitaleikurinn byrjaði hringdi í okkur maður og vildi tilkynna að eiginkonan hefði ráðist á sig. Hún var óánægð með, að hann vildi horfa á handboltann þegar hann átti að vera að undirbúa kvöldmatinn," er haft eftir vaktstjóranum.

Ekki kom fram í hverju árásin var fólgin en lögreglan taldi  ekki ástæðu til að fara á staðinn heldur veitti manninum áminningu gegnum símann og bað hann að haga sér skikkanlega.

Danir töpuðu naumlega fyrir Frökkum eftir framlengingu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup