23 í einum bíl

Bíllinn, sem fólkið var í.
Bíllinn, sem fólkið var í. mynd/norska tollgæslan

Toll­verðir í Kristiansand í Nor­egi ráku upp stór augu þegar þeir skoðuðu Chris­ler sendi­ferðabíl sem beið á bryggj­unni eft­ir ferj­unni til Hir­sthals í Dan­mörku. Í bíln­um reynd­ust vera 23 hæl­is­leit­end­ur frá Kosovo.

Fram kem­ur á vef norsku toll­gæsl­unn­ar að fólkið hafi verið á öll­um aldri, af báðum kynj­um og í hópn­um voru m.a. þungaðar kon­ur. 

„Við höf­um orðið vitni að ýmsu skrýtnu í toll­gæsl­unni í Kristiansand en þetta var væg­ast sagt óvenju­legt," seg­ir  Hel­ge Breilid, skrif­stofu­stjóri toll­gæsl­unn­ar.

„Við höf­um áður fundið fólk, sem hef­ur falið sig í far­ang­urs­geymsl­um bíla en við höf­um aldrei áður opnað bíl­dyr og séð 23 mann­eskj­ur koma út."

Hæl­is­leit­end­urn­ir gáfu þá skýr­ingu, að þeir væru á leiðinni í sam­kvæmi í Dan­mörku.   

Þarna höfðust 23 manneskjur við. Myndin er frá norsku tollgæslunni.
Þarna höfðust 23 mann­eskj­ur við. Mynd­in er frá norsku toll­gæsl­unni.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir