23 í einum bíl

Bíllinn, sem fólkið var í.
Bíllinn, sem fólkið var í. mynd/norska tollgæslan

Tollverðir í Kristiansand í Noregi ráku upp stór augu þegar þeir skoðuðu Chrisler sendiferðabíl sem beið á bryggjunni eftir ferjunni til Hirsthals í Danmörku. Í bílnum reyndust vera 23 hælisleitendur frá Kosovo.

Fram kemur á vef norsku tollgæslunnar að fólkið hafi verið á öllum aldri, af báðum kynjum og í hópnum voru m.a. þungaðar konur. 

„Við höfum orðið vitni að ýmsu skrýtnu í tollgæslunni í Kristiansand en þetta var vægast sagt óvenjulegt," segir  Helge Breilid, skrifstofustjóri tollgæslunnar.

„Við höfum áður fundið fólk, sem hefur falið sig í farangursgeymslum bíla en við höfum aldrei áður opnað bíldyr og séð 23 manneskjur koma út."

Hælisleitendurnir gáfu þá skýringu, að þeir væru á leiðinni í samkvæmi í Danmörku.   

Þarna höfðust 23 manneskjur við. Myndin er frá norsku tollgæslunni.
Þarna höfðust 23 manneskjur við. Myndin er frá norsku tollgæslunni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir