Þjófur skildi síma eftir í hleðslu

Þjófurinn hugsar sig eflaust tvisvar um áður en hann fer …
Þjófurinn hugsar sig eflaust tvisvar um áður en hann fer aftur með símann og hleðslutækið í ránsferð. AP

Bandarískur innbrotsþjófur var handtekinn eftir að sími hans fannst í hleðslu í íbúðarhúsnæði í Washington DC. Ræninginn flúði í gegnum glugga eftir að íbúar komu að honum í miðjum klíðum.

Við leit fundu lögreglumenn síma í hleðslu sem íbúarnir vildu ekki kannast við. Þeir flettu upp í símaskránni, hringdu í tengilið og sögðu að eigandi símans hefði lent í slysi og þeir þyrftu að fá uppgefið nafn hans. Viðmælandinn gaf lögreglu upp nafnið á manninum og var hann í kjölfarið handtekinn og kærður fyrir tíu innbrot.

Að sögn lögreglu varð heimili þjófsins rafmagnslaust í ofsaveðri og þess vegna hafi hann ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi, fara í ránsferð og hlaða símann sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup