365 maraþonhlaup á 365 dögum

Stefaan Engels.
Stefaan Engels.

Belgískur hlaupari setti í dag heimsmet í að hlaupa flest maraþonhlaup í röð.

Stefaan Engels, sem er 49 ára, hljóp 365 maraþonhlaup á jafnmörgum dögum. Síðasta hlaupinu lauk hann í dag í Barcelona á Spáni en hann hóf heimsmetstilraunina í borginni fyrir réttu ári. 

„Ég lít ekki á maraþonárið mitt sem kvöl. Þetta var bara venjulegt starf," segir Engels á heimasíðu sinni. 

Engels, sem kallaður hefur verið Maraþonmaðurinn, lauk heimsmetsárinu með því að hlaupa sjö hlaup í sjö löndum.  Alls lagði hann að baki 15.401 kílómetra á árinu. 

Fyrra metið átti Japaninn Akinori Kusuda, sem hljóp 52 maraþonhlaup í röð árið 2009. Kusuda var þá 65 ára. 

Engels hefur áður fengið nafn sitt skráð í heimsmetabók Guinness. Árið 2008 keppti hann í 20 járnkarlskeppnum á einu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir