Konur gera stjórnina fallegri og litríkari

Josef Ackermann.
Josef Ackermann. Reuters

Forstjóri Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta hafa eftir sér í blaðaviðtali að konur myndu gera stjórn bankans „fallegri og litríkari".

Umræða er nú um það í Þýskalandi hvort setja eigi lög um kynjakvóta í stjórnum stórra fyrirtækja, líkt og er gert hér á landi og víðar.  Í viðtali við Handelsblatt viðurkennir Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, að engin kona sé í framkvæmdastjórn bankans.

„En ég vona að stjórnin verði fallegri og lítríkari einn góðan veðurdag," sagði Ackermann og vísaði til þess að konur myndu á endanum fá sæti í þessari stjórn.  

Ilse Aigner, landbúnaðar- og neytendaráðherra, gagnrýndi Achermann fyrir ummælin og sagði að þeir sem vildi hafa fallega og litríka hluti í kringum sig ættu að fá sér gönguferð í blómabeði eða í listasafni.

Talsmaður bankans sagði, að ummæli Ackermanns hefðu verið slitin úr samhengi og að hann væri herramaður af gamla skólanum. 

Sagði talsmaðurinn að Ackermann hefði látið ummælin falla á blaðamannafundi í síðustu viku þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að fleiri konur yrðu skipaðar í ábyrgðarstöður.

Um 44,3% starfsmanna Deutsche Bank eru konur en hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum hjá bankanum er aðeins 16,1% að sögn Handelsblatt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir