Verslanir í Bandaríkjunum, og víðar um heim, undirbúa sig af kappi fyrir dag elskenda 14. febrúar nk., Valentínusardag. Ein verslun í Alabama-fylki, Pleasures, hefur nú boðið sértilboð, þar sem hægt að skipta á byssum fyrir kynlífsleikföng margs konar.
Haft er eftir verslunareigandanum að tilboðið sé hugsað til að koma til móts við þá sem ekki hafa efni á að kaupa eitthvað huggulegt handa elskunni sinni. Ætlar hann fyrst og fremst að taka við úrsérgengnum vopnum og skipta á einhverju sem hægt er að fara með heim og elskast, ekki slást. Eða eins og hann sagði á frummálinu: Make love, not war!
Ef í ljós kemur að vopnin séu illa fengin, eða hafa verið notuð við glæpi, þá ætlar verslunareigandinn að skila þeim til lögreglunnar. Önnur vopn munu fara á uppboð, þar sem ágóðanum verður varið til styrktar fórnarlömbum skotárása