Vilja gefa Kate Middleton kúahjörð

Brúðhjónin verðandi eru bráðmyndarleg, því er ekki að neita.
Brúðhjónin verðandi eru bráðmyndarleg, því er ekki að neita. Reuters

Suður-afríska lággjaldaflugfélagið Kulula tilkynnti í dag að það vilji gefa fjölskyldu Kate Middleton, verðandi eiginkonu Vilhjálms krónprins Breta, kýr að gjöf fyrir brúðkaupið, í samræmi við afríska hefð sem nefnist „lobola”.

„Villi hefur verið aðdáandi Suður-Afríku og við erum miklir aðdáendur hans og unnustu hans. Þar sem mikil vinna er framundan við að undirbúa brúðkaupið, og auðvitað við að spila póló, hefur hann örugglega ekki hugleitt mikið kostina við lobola-hefðina,” segir Nadine Damen, talsmaður Kulula í tilkynningu.

„Okkur er það bæði ljúft og skylt að senda honum bestu kýr sem við getum fundið til þess að gera brúðkaupsdaginn þeirra jafnvel ennþá ánægjulegri en ella.”

Lobola, suður-afrísk brúðkaupshefð, gengur út á að brúðguminn gefi fjölskyldu brúðarinnar táknræna gjöf, venjulega á formi búpenings. Flugfélagið segist ætla að rækta kúahjörð í Bretlandi og afhenda hjörðina svo við Buckinghamhöll, ef fjölskylda Middleton vill fá kýrnar.

Flugfélagið hvetur landa sína til að fara á facebook síðu þess og segja sína skoðun á því af hvaða stærð viðeigandi sé að kúahjörðin verði.

Að lokum segir flugfélagið að það sé tilbúið að bjóða hjónunum ódýrt flugfar til Suður-Afríku ef þau vilji eyða hveitibrauðsdögunum þar.

„Viðurkennum það bara. Brúðkaup eru dýr og það er hart í ári. Með allt það tilstand sem Bretar krefjast við konungleg brúðkaup er viðbúið að hjónakornin vilji næla sér í ódýrt flugfar til sólarlanda, til þess að komast frá öllum hasarnum,” segir Damen.

Flugfélagið er frægt í Afríku fyrir fyndnar og kjánalegar auglýsingaherferðir sínar og virðist þessi virka ágætlega, enda komin í fréttir alla leið til Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir