Vilja gefa Kate Middleton kúahjörð

Brúðhjónin verðandi eru bráðmyndarleg, því er ekki að neita.
Brúðhjónin verðandi eru bráðmyndarleg, því er ekki að neita. Reuters

Suður-afr­íska lággjalda­flug­fé­lagið Kulula til­kynnti í dag að það vilji gefa fjöl­skyldu Kate Middlet­on, verðandi eig­in­konu Vil­hjálms krón­prins Breta, kýr að gjöf fyr­ir brúðkaupið, í sam­ræmi við afr­íska hefð sem nefn­ist „lo­bola”.

„Villi hef­ur verið aðdá­andi Suður-Afr­íku og við erum mikl­ir aðdá­end­ur hans og unn­ustu hans. Þar sem mik­il vinna er framund­an við að und­ir­búa brúðkaupið, og auðvitað við að spila póló, hef­ur hann ör­ugg­lega ekki hug­leitt mikið kost­ina við lo­bola-hefðina,” seg­ir Nadine Damen, talsmaður Kulula í til­kynn­ingu.

„Okk­ur er það bæði ljúft og skylt að senda hon­um bestu kýr sem við get­um fundið til þess að gera brúðkaups­dag­inn þeirra jafn­vel ennþá ánægju­legri en ella.”

Lo­bola, suður-afr­ísk brúðkaups­hefð, geng­ur út á að brúðgum­inn gefi fjöl­skyldu brúðar­inn­ar tákn­ræna gjöf, venju­lega á formi bú­pen­ings. Flug­fé­lagið seg­ist ætla að rækta kúa­hjörð í Bretlandi og af­henda hjörðina svo við Buck­ing­ham­höll, ef fjöl­skylda Middlet­on vill fá kýrn­ar.

Flug­fé­lagið hvet­ur landa sína til að fara á face­book síðu þess og segja sína skoðun á því af hvaða stærð viðeig­andi sé að kúa­hjörðin verði.

Að lok­um seg­ir flug­fé­lagið að það sé til­búið að bjóða hjón­un­um ódýrt flug­f­ar til Suður-Afr­íku ef þau vilji eyða hveiti­brauðsdög­un­um þar.

„Viður­kenn­um það bara. Brúðkaup eru dýr og það er hart í ári. Með allt það til­stand sem Bret­ar krefjast við kon­ung­leg brúðkaup er viðbúið að hjóna­korn­in vilji næla sér í ódýrt flug­f­ar til sól­ar­landa, til þess að kom­ast frá öll­um has­arn­um,” seg­ir Damen.

Flug­fé­lagið er frægt í Afr­íku fyr­ir fyndn­ar og kjána­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferðir sín­ar og virðist þessi virka ágæt­lega, enda kom­in í frétt­ir alla leið til Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant