Nakin kona í kennslustund um kynlíf

Ekki eru allir sáttir við hvaða aðferðum prófessorinn beitir við …
Ekki eru allir sáttir við hvaða aðferðum prófessorinn beitir við kennslu. Reuters

Prófessor í sálfræði við háskóla í Bandaríkjunum sætir nú gagnrýni fyrir að hafa leyft nakinni konu að nota hjálpartæki ástarlífsins í kennslustund um kynlíf. Rektor skólans hefur sagt að þetta hafi valdið sér áhyggjum og það beri ekki vott um góða dómgreind að leyfa slíkt í kennslustofu.

Það var Michael Bailey, prófessor við Northwestern háskólans í Bandaríkjunum, sem stóð fyrir þessari óvenjulegu kennslu, en hann kennir m.a. áfanga þar sem fjallað er um sálfræði og kynlíf.

Um hundrað námsmenn sitja í námskeiðinu. Þeim bar ekki skylda til að mæta í þennan umdeilda tíma og ítrekað var varað við því að það sem fram átti að fara kynni að vera í ósamræmi blygðunarkennd einhverra. Enginn nemendanna kaus hins vegar að fara úr kennslustofunni.

Michael Bailey hélt fyrirlestur um kynferðislega örvun þar sem hann beindi athyglinni að einstökum svæðum sem örva konur kynferðislega. Í framhaldinu kom kona inn í kennslustofuna, klæddi sig úr fötunum og leyfði kærasta sínum að láta vel að sér með hjálpartæki. Á eftir fóru fram umræður í bekknum.

Konan, Faith Kroll, sagði í samtali við Chicago Tribune hún hefði notið athyglinnar sem hún fékk. Bailey sagðist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð frá nemendum og spurningar þeirra hefðu verið góðar.

Einn nemendanna sagði að þetta hefði verið upplifun sem hann myndi muna alla ævi. Hann sagðist ekki vera viss um að það sama mætti segja um kennsluna í efnafræði.

Ekki eru hins vegar allir ánægðir með þetta framtak.  „Ég tel einfaldlega að þetta sé ekki viðeigandi, nauðsynlegt eða í samræmi við reglur Northwestern-háskólans,“ sagði Morton Schapiro rektor skólans. Hann lofaði að þetta mál yrði rannsakað m.a. hvort þetta væri í samrými við eðlilega kennslufræði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka